Vörusmiðjan

Vörusmiðjan er vottað vinnslurými fyrir smáframleiðendur staðsett á Skagaströnd.

Hafa samband

Vörusmiðjan

Síðan 2017 höfum við gefið smærri framleiðendum og matvælaframleiðendum stað til að hefja viðskipti. Vörusmiðjan er vottað vinnslurými staðsett á Skagaströnd.

Vörusmiðjan hentar vel fyrir þróun, nýsköpun og framleiðslu á náttúrulegum matvælum og heilsuvörum. Við getum veitt ýmiskonar hjálp og ráðleggingar við bæði framleiðslu og markaðssetningu.

Vörusmiðjan er opin öllum sem hafa áhuga, hér starfa reglulega einstaklingar, félagssamtök og fyrirtæki.

Þar hafa margir framleiðendur stigið sín fyrstu skref í þróun og framleiðslu, og vonandi verður þú næsti framleiðandinn.

Það eru allir velkomnir í heimsókn til að skoða aðstöðuna og ræða hlutina yfir kaffibolla.

Vörusmiðja Biopol

Hafa samband